Erlent

Rússar mótmæltu hernaðarbrölti í Úkraínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mótmælendur skörtuðu skiltum með samstöðuskilaboðum til Úkraínu.
Mótmælendur skörtuðu skiltum með samstöðuskilaboðum til Úkraínu.
Þúsundir Rússa komu saman á strætum St. Pétursborgar og Moskvu til að mótmæla stríðsrekstri rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu.

Kröfur mótmælenda voru að Rússar kölluðu heri sína til baka og stilltu til friðar í landinu. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið í átökum milli stríðandi fylkinga í héruðunum Donetsk og Luhansk síðan í apríl.

Úkraínustjórn hafa sakað Rússa um að afhenda aðskilnaðarsinnum á bandi Rússlandsstjórnar vopn og að hafa sent rússneska hermenn inn í héruðin Donetsk og Luhansk. Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar hafnað öllum slíkum ásökunum.

Að sögn lögreglunnar í Moskvu tóku um 5000 manns þátt í mótmælunum í höfuðborginni en skipuleggjendur mótmælanna segja fjöldann nær 40 þúsund.

Yelena Volkova, einn mótmælendanna í Moskvu, sagði að markmiðið með göngunni væri að sannfæra stjórnvöld um að hætta þessu „leynistríði“ sem þau neita að gangast við að sé í gangi.

Skilti og fánar í göngunni voru áletruð með slagorðum á borð við „Ég hef fengið nóg af lygunum þínum, Pútín“ og „Ég vil ekki heyja stríð við Úkraínu“.

Hópur stuðningsmanna Pútíns og rússneskra stjórnvalda mótmæltu aðgerðum kröfugöngunnar en ekki koma til átaka á milli hópanna svo nokkru næmi.

Alþjóðlega friðardaginn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim í dag. Sambærilegar göngur fóru fram í öðrum rússneskum borgum sem og í Prag, Berlín og San Francisco.

Ríkisstjórnin í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar sammæltust í gær um friðaráætlun til að binda endi á átökin.


Tengdar fréttir

Úkraína vill inn í NATO

Framkvæmdastjóri NATO sakar Rússa um hrein og klár brot gegn fullveldi Úkraínu og að stunda hernaðaraðgerðir til stuðnings aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu.

NATO í brennidepli í Úkraínu

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði.

Vopnahlé í Úkraínu heldur

Þrátt fyrir það hefur einn leiðtogi aðskilnaðarsinna haldið því fram að stjórnarherinn hafi brotið gegn samkomulaginu, sem sýnir hve brothætt vopnahléið er.

Pútín hvetur til friðarviðræðna

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur hvatt stjórnvöld í Úkraínu til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn á ástandinu í austurhluta Úkraínu.

Ágreiningsmálin rædd í Minsk

Litlar vonir voru bundnar við að fundur Porosjenkós Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í gær myndi valda straumhvörfum í deilum þjóðanna og átökunum í austanverðri Úkraínu.

Pútin vill skipta Úkraínu upp

Vladimír Pútin Rússlandsforseti vill gera austurhluta Úkraínu að sjálfstæðu ríki. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra gagnvart Úkraínu.

Átök halda áfram í Úkraínu

Átök hafa brotist út í austanverðri Úkraínu daglega frá því á laugardag, þrátt fyrir að samkomulag um vopnahlé hafi tekist á föstudaginn.

Luhansk að mestu endurheimt

átökin í austanverðri Úkraínu hafa kostað meira en tvö þúsund manns lífið. Um það bil 340 þúsund manns hafi flúið að heiman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×