MIĐVIKUDAGUR 1. MARS NÝJAST 18:00

Ţessar bćkur eru tilnefndar til Barnabókaverđlauna Reykjavíkur

FRÉTTIR

Rússar lögđu lćrisveina Dujshebaev

 
Handbolti
18:46 18. JANÚAR 2016
Timur Dibirov í leiknum í dag.
Timur Dibirov í leiknum í dag. VÍSIR/EPA

Rússar opnuðu D-riðil EM 2016 í handbolta upp á gátt með flottum sigri á Ungverjalandi í dag, 27-26.

Rússar töpuðu fyrsta leik fyrir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska liðinu á meðan strákarnir hans Talant Dujshebaev unnu Svartfellinga með fimm marka mun.

Rússar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10, en Ungverjar skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14.

Rússneska liðið náði aftur undirtökunum í leiknum og var mest fimm mörkum yfir, 24-10, en Ungverjarnir neituðu að gefast upp.

Ungverjar minnkuðu muninn í tvö mörk, 24-22, þegar sex mínútur voru eftir en Rússarnir voru sterkari á lokasprettinum og unnu mikilvægan sigur, 27-26.

Guðmundur og danska liðið mætir Svartfjallalandi í kvöld og getur tryggt sig inn í milliriðla með sigri.

Hornamaðurinn magnaði, Timur Dibirov, leikmaður Vardar í Makedóníu, var markahæstur Rússa með sex mörk.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Rússar lögđu lćrisveina Dujshebaev
Fara efst