Viðskipti erlent

Rússar íhuga að banna innflutning á bílum

Atli Ísleifsson skrifar
Rússar hafa þegar bannað innflutning á matvælum frá Vesturlöndum.
Rússar hafa þegar bannað innflutning á matvælum frá Vesturlöndum. Vísir/AFP
Rússar undirbúa nú að víkka út innflutningsbann á vörum frá Vesturlöndum. Að sögn rússneska miðilsins Vedomosti er mögulegt að innflutningur á bílum verði næst bannaður.

Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir Rússa nú vinna að frekari aðgerðum, ákveði Vesturveldin að beita Rússum frekari viðskiptaþvingunum. Segir hann umfang innflutningsbannsins ráðast af umfangi þeirra þvingana sem Vesturveldin ákveði að beita.

Rússar hafa þegar bannað allan innflutning á matvælum frá aðildarríkjum ESB, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Noregi í eitt ár. Brugðust Rússar þannig við eftir að Vesturveldin samþykktu viðskiptaþvinganir á hendur Rússum vegna ástandsins í Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×