Erlent

Rússar hóta því að frysta eignir BP og Shell

Jakob Bjarnar skrifar
Putin hefur brugðist harkalega við öllum hugmyndum um viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Putin hefur brugðist harkalega við öllum hugmyndum um viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Rússar hóta því nú að frysta eignir breskra fyrirtækja þar í landi, þar með taldar umtalsverðar eignir olíufyrirtækjanna BP og Shell.

Þetta eru viðbrögð við kröfu David Cameron, forsætisráðherra Breta, um að herða á viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. The Telegraph greinir frá þessu.

Staða Rússa á alþjóðavettvangi vegna ástandsins í Úkraínu hafa þrengst mjög, ekki síst eftir að flugvél malasíska flugfélagsins MH17 var skotin niður yfir svæði uppreisnarafla þar, sem styðja Rússa. Og nú bítur Pútín Rússlandsforseti frá sér. Miklar diplómatískar skilmingar eiga sér stað á alþjóðavettvangi en sú krafa hefur verið sett fram á vettvangi Evrópusambandsins að aðgerðir gegn Rússum verði hertar til muna.


Tengdar fréttir

Spjótin beinast nú að Rússlandi

Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni.

Ron Paul tekur upp hanskann fyrir Rússa

Þingmaðurinn fyrrverandi, sem sóttist eftir því að verða forseta Bandaríkjanna árið 2012, sakar leiðtoga hins vestræna heims og fjölmiðla um að dreifa grímulausum áróðri um hrap flugvélar Malaysia Airlines.

Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17

Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust.

Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður

Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17.

Rússar ráða framhaldinu

Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður.

Óvíst hvort kennsl verði borin á alla

Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×