Erlent

Rússar hættir að nota flugstöð í Íran

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Rússar munu ekki notast aftur við herstöð í Íran fyrir loftárásir sínar í Sýrlandi. Í það minnsta um nokkuð skeið. Utanríkisráðuneyti Íran tilkynnti þetta í dag, en varnarmálaráðherra landsins hafði í morgun gagnrýnt Rússa fyrir að gera notkun stöðvarinnar opinbera.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að vera Rússa í Hameda herstöðinni hafi verið tímabundin. Stöðin var notuð minnst þrisvar af Rússum. Þar sem hún er í mikilli lofthæð gerði það Rússum kleift að bera meiri vopn ef flogið hefði verið frá stöð þeirra í Sýrlandi.

Ríkissjónvarpið í Íran sýndi nýverið varnarmálaráðherra landsins bregðast við spurningum þingmanna um af hverju það hafi ekki verið Íran sem sagði frá því að Rússar hefðu notað herstöðina.

Hossein Dehghan sagði að Rússar vildu sýna fram á að þeir væru stórveldi og tryggja sér aðkomu að framtíð Sýrlands. Hann sagði tilkynningu Rússa hafa verið montna og óherramannslega.

TASS fréttaveitan, sem er í eigu stjórnvalda Rússlands, hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytisins að frekari notkun á Hameda herstöðinni muni byggja á samkomulagi Rússlands og Íran og aðstæðum í Sýrlandi.


Tengdar fréttir

Gera árásir frá herstöð í Íran

Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar gera árásir frá Íran síðan þeir hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×