Erlent

Rússar felldu einn af leiðtogum ISIS í Rússlandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn hafði skipulagt fjölda hryðjuverkaárása í Rússlandi.
Maðurinn hafði skipulagt fjölda hryðjuverkaárása í Rússlandi. Vísir/AFP
Rússneski herinn er búinn að fella einn af leiðtogum ISIS í Rússlandi. Leiðtoginn var drepinn í sérstakri aðgerð rússneskra stjórnvalda við landamæri landsins að Georgíu í Kákasushéraði. CNN greinir frá.

Leiðtoginn sem um ræðir hét Rustam Magomedovich Aselderov og var í för fjögurra vígamanna þegar rússneski herinn lét til skarar skríða. Eftir að hafa skipst á skotum við rússneskar öryggissveitir voru mennirnir felldir. 

Aselderov sór Ríki Íslams hollustu sína árið 2014 og hefur síðan verið talinn tengjast margvíslegum hryðjuverkaárásum sem skipulagðar hafa verið í Rússlandi, þar með talið tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í borginni Volgograd árið 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×