Sport

Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yelena Isinbajeva er einn þekktasti rússneski frjálsíþróttamaður síðari ára.
Yelena Isinbajeva er einn þekktasti rússneski frjálsíþróttamaður síðari ára. Vísir/Getty
Alþjóðafrálsíþróttasambandið, IAAF, ákvað nánast einróma að dæma rússneska frjálsíþróttasambandið í bann frá alþjóðlegum keppnum.

IAAF kom í dag saman og framkvæmdaráð sambandsins ákvað með 22 atkvæðum gegn einu að setja Rússana í bann.

Sjá einnig: Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum

Á mánudag gaf Alþjóalyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, út skýrslu þar sem Rússar eru sakaðir um stórfellda kerfisbundna lyfjamisnotkun.

Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

Sebastian Coe er nýkjörinn formaður IAAF og hann sagði að skýrslan hafi verið skammarleg áminning fyrir frjálsíþróttahreyfinguna.

„Það er alveg ljóst að svindl af hvaða toga sem er verður ekki umborið. Kerfið allt hefur brugðist íþróttamönnum um allan heim, ekki aðeins í Rússlandi.“

Sjá einnig: Putín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins

Bannið þýðir að enginn rússneskur frjálsíþróttamaður getur tekið þátt í alþjóðlegum keppnum, til að mynda Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári. HM í sprettgöngu átti að fara fram í Rússlandi á næsta ári sem og HM ungmenna en af því verður ekki.


Tengdar fréttir

Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×