Lífið

Rússar banna jóga vegna tengsla þess við trúarbrögð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
vísir/getty
Rússnesk stjórnvöld reyna nú að hvað þau geta til að stöðva hvers kyns starfsemi sem bendluð er við trúariðkun.

Svo virðist vera sem að jóga falli undir þá skilgreiningu því tvö jógastúdíó í Nizhnevartovsk hafa nýlega fengið bréf frá stjórnvöldum um að hætta allri jógaiðkun.

Bréfin hvetja Aura og Ingara-stúdíóin til að vinna með stjórnvöldum að því að stöðva útbreiðslu „óæskilegra trúarreglna“ og vísa þau sérstaklega til Hatha-jóga – sem vinsælt er víða í Evrópu – sem stjórnvöld telja sérstaklega trúarskotið er fram kemur í Moscow Times.

Haft er eftir jógakennaranum Ingu Pimenova sem starfar í Nizhnevartovsk að viðbrögð jógasamfélagsins í borginni hafi einkennst af blöndu af ótta og kátínu.

Í trúarritningum Hindúa er sagt að Síva, einn af höfuðgoðum hindúisma, hafi kennt fylgismönnum Hatha-jóga sem þeir svo dreifðu um heimsbyggðina.

Jóga er gífurlega vinsælt um allan heim og er til að mynda talið að um 8,7 prósent Bandaríkjamanna stundi það reglulega. Þá var Alþjóðlega jógadeginum fagnað í liðinni viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×