Erlent

Rúsneskir athafnamenn uggandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin ræðir við blaðamenn.
Vladimir Putin ræðir við blaðamenn. Vísir/AFP
Eftir marga mánuði af viðskiptaþvingunum sem viðskiptamenn í Rússlandi sjá sem bitlausar, óttast athafnamenn í Rússlandi nú að örlög MH17 flugvélarinnar frá Malasíu muni einangra efnahag Rússlands.

Pistlahöfundu AP fréttaveitunnar segir þá hafa áhyggjur af því að einangrunin muni hafa langvarandi áhrif á rússneskan efnahag.

Mörgum þvingunum hefur verið beitt gegn Rússlandi síðan átökin í Úkraínu hófust, en þær hafa beinst af einstökum mönnum í Rússlandi og ekki efnahaginum í heild sinni. Í síðustu viku beindu Bandaríkin þvingunum gegn nokkrum af stærstu fyrirtækjum Rússlands.

Eftir að malasíska flugvélin var skotin niður, að sögn af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu sem studdir eru af stjórnvöldum í Rússlandi, hafa margir Rússar áhyggjur af hertum þvingunum. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að vinna stæði yfir að viðskiptaþvingunum sem beinist að efnahagi Rússlands.

Berndard Sucher segir Rússa hafa litið óttan vera raunverulegan. Síðustu mánuði hafi flestir gert ráð fyrir því að á endanum myndu ástæðar skána, en nú sé tilfinningin önnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×