Lífið

Rúrik og Alfreð fóru út að borða með stórstjörnu úr Real Madrid

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik og Illarramendi voru flottir saman í gær.
Rúrik og Illarramendi voru flottir saman í gær. vísir/getty
Knattspyrnukapparnir Rúrik Gíslason, leikmaður FCK í Danmörku, og Alfreð Finnbogason, leikmaður Real Sociedad, eru staddir á Ibiza þar sem þeir slaka á eftir langt og strangt tímabil.

Knattspyrnutímabilinu er lokið og flykkjast atvinnumennirnir okkar í sumarfrí um allan heim. Fríið verður stutt hjá þeim bestu en framundan er landsleikur gegn Tékkum 12. júní í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli.

Þeir félagar fóru út að borða í gær með engum örðum en Asier Illarramendi, leikmanni Real Madrid, og virtust fara vel á með honum og Rúrik á mynd sem sá síðarnefndi birtir á Instagram.

Having dinner in Spain with this lad @illarra24

A photo posted by Rurik Gislason (@rurikgislason) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×