Fótbolti

Rúrik kom inn á og lagði upp mark gegn Stuttgart

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik er á sínu öðru tímabili hjá Nürnberg.
Rúrik er á sínu öðru tímabili hjá Nürnberg. vísir/getty
Rúrik Gíslason lagði upp mark Nürnberg þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Stuttgart á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Simon Terodde skoraði tvívegis fyrir Stuttgart í fyrri hálfleik og þetta fornfræga lið virtist ætla að sigla sigrinum í örugga höfn.

En Kevin Möhwald minnkaði muninn í 2-1 þegar tíu mínútur voru til leiksloka eftir sendingu frá Rúrik sem kom inn á sem varamaður á 69. mínútu.

Stuttgart átti þó síðasta orðið í leiknum þegar Takuma Asano skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Stuttgart í vil. Nürnberg er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 14 umferðir.

Rúrik hefur komið við sögu í fjórum deildarleikjum á tímabilinu en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Alois Schwartz sem tók við Nürnberg í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×