Viðskipti innlent

Runólfur: Álagning olíufélaga hækkað samhliða auknum eignarhlut lífeyrissjóða

ingvar haraldsson skrifar
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, segir álagning olíufélaganna vera í hærra lagi.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, segir álagning olíufélaganna vera í hærra lagi. vísir/auðunn/gva
Álagning íslensku olíufélaganna hefur verið óvenju háa síðustu tvö ár. Þetta fullyrðir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, og byggir það á reikniformúlu samtakanna. „Þessi hækkun álagningar sem hefur verið að þróast síðustu tvö árin virðist komin til að vera samhliða því að lífeyrissjóðirnir hafa verið að eignast meira í olíufélögunum,“ segir Runólfur.

„Álagning það sem af er ári er á pari við álagningu síðasta árs sem er í hærra  kantinum miðað við álagningu sem við höfum verið að mæla á síðustu árum og þá er ég að miðað við uppreiknað miðað við vísitölu,“ segir Runólfur og bendir á að FÍB hafi gagnrýnt þessa hærri álagningu á síðari hluta ársins 2014.

Skrýtið að olíufélögin fylgist öll að

Í síðustu viku hækkuðu olíufélögin öll olíuverð um 2 krónur. „Það er skrýtið að þeir fylgist alltaf svona að. Þetta er búið að vera svona alltaf,“ segir Runólfur.

Runólfur segir hækkunina í síðustu viku skýrast af hærra gengi dollarsins. Dollarinn hækkaði úr 132 krónum í byrjun maí í 135 krónur í lok mánaðarins.

Runólfur segir kostnaðarverð á hvern lítra uppreiknað miðað við gengi Bandaríkjadals hafi að meðaltali verið 66,30 krónur í apríl en hækkað í um 69 krónur á lítra í maí. Álagning olíufélaganna sé engu síður í hærra lagi sögulega séð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×