Handbolti

Rúnar til Ribe-Esbjerg eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar í leik Íslands og Makedóníu á HM í janúar.
Rúnar í leik Íslands og Makedóníu á HM í janúar. vísir/epa
Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, gengur í raðir Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið.

Rúnar hefur leikið með Hannover-Burgdorf undanfarin fjögur ár. Hann hefur hins vegar fengið fá tækifæri með liðinu á undanförnum mánuðum.

Rúnar hefur leikið í Þýskalandi síðan 2009. Auk Hannover hefur hann leikið með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt og Rhein-Neckar Löwen.

Ribe-Esbjerg situr í 12. sæti dönsku deildarinnar með fimm stig eftir sjö umferðir. Metnaðurinn hjá félaginu er samt mikill.

„Þeir eru rosalega metnaðarfullir og eru að setja pening í þetta. Þeir eru að breyta til í liðinu og fá stærri prófíla inn. Þeir stefna hátt og það er hrikalega spennandi verkefni að fara í gang,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi.

Nánar verður rætt við Rúnar í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×