Handbolti

Rúnar tekur við Stjörnunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar við stjórnvöllinn hjá Balingen.
Rúnar við stjórnvöllinn hjá Balingen. vísir/getty
Rúnar Sigtryggsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Olís deild karla en félagið tilkynnti um ráðningu hans í dag.

Rúnar hefur þjálfað í Þýskalandi síðan árið 2012, hann var fjögur ár með EHV Aue og rúmt ár með HBW Balingen. Samningur hans við Stjörnuna er til þriggja ára.

„Við hjá Stjörnunni erum afar ánægð með þessa ráðningu, og væntum mikils af Rúnari sem tekur við góðu búi af Einari Jónssyni og Vilhjálmi Halldórssyni. Við viljum þakka Einari Jónssyni fyrir þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur og óskum við honum velfarnaðar á nýjum vígstöðum, einnig Vilhjálmi Halldórssyni sem hefur aðstoðað Einar í vetur og undafarin ár þökkum við fyrir frábært starf fyrir félagið,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan endaði í sjöunda sæti Olís deildarinnar í vetur og datt út í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar gegn Selfyssingum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×