Formúla 1

Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina.

Mikil spenna er í loftinu eftir að Ferrari liðið átti afar góðar æfingar fyrir tímabilið og sérfræðingarnir búast við ítalska stórveldinu sterku í ár.

Blaðamaður bað þá um að spá fyrir um heimsmeistara og niðurstöðuna má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni.

Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.

 


Tengdar fréttir

Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur

Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir.

Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara

Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×