Enski boltinn

Rúnar Már og Kristinn töpuðu fyrir meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leik með Sundsvall.
Rúnar í leik með Sundsvall. vísir/getty
Sænsku meistararnir í IFK Norrköping unnu 2-1 sigur á Íslendingaliðinu Sundsvall í sænska boltanum í dag.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Norrköping en hann skrifaði undir samning við Rapid Vín í vikunni.

Emir Kujovic og Sebastian Andersson komu Norrköping í 2-0 með marki í sitthvorum hálfleiknum, en Johan Eklund minnkaði munnin fyrir Sundsvall undir lok leiks.

Nikola Tkalcic gerði svo út um leikinn í uppbótartíma með þriðja marki Norrköping, en þeir eru á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 9 leiki.

Rúnar Már Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson voru í byrjunarliði Sundsvall, en Kristinn var tekinn af velli á 82. mínútu. Sundsvall í fjórða sætinu með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×