Fótbolti

Rúnar Már lék allan tímann í sigri Grasshopper

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már lék allan leikinn fyrir Grasshopper.
Rúnar Már lék allan leikinn fyrir Grasshopper. vísir/anton
Nokkrir Íslendingar komu við sögu í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Arnór Ingvi Traustason lék síðustu 20 mínúturnar þegar Rapid Vín gerði markalaust jafntefli við Zhodino í Búlgaríu.

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir Grasshopper sem vann 2-1 sigur á Apollon frá Kýpur.

Varamaðurinn Numa Lavanchy var hetja svissneska liðsins en hann skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Grasshopper sló KR út í síðustu umferð en Rúnar Már skoraði bæði mörk liðsins í seinni leiknum.

Haukur Heiðar Hauksson var á sínum stað í byrjunarliði sænska liðsins AIK sem laut í lægra haldi, 1-0, fyrir Panathinaikos á útivelli.

Haukur Heiðar fékk að líta gula spjaldið á 25. mínútu leiksins.

Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Krasnodar vann 0-3 sigur á Birkirkara á Möltu.

Sömu sögu var að segja af Hirti Hermannssyni sem kom ekkert við sögu þegar Bröndby tapaði 1-0 fyrir Herthu Berlin á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×