Íslenski boltinn

Rúnar hættur hjá KR

Tómas þór Þórðarson skrifar
vísir/daníelRú
Rúnar Kristinsson er hættur sem þjálfari KR, en þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við íþróttadeild í kvöld.

Rúnar tók við liðinu árið 2010 og hefur gert liðið tvívegis að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturunum.

Fastlega er búist við því að Rúnar gerist þjálfari Lilleström í Noregi, en hann lék með liðinu við góðan orðstír um þriggja ára skeið. Norska liðið er þjálfaralaust og hefur það verið í viðræðum við Rúnar.

Rúnar Kristinsson var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR árið 2007 og tók við þjálfun meistaraflokks á miðju sumri 2010. KR lék 197 leiki undir stjórn Rúnars, sigraði í 127 þeirra, gerði 26 jafntefli en tapaði 44. Markatalan er 432-244 KR í hag samkvæmt frétt á heimasíðu KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×