Fótbolti

Rúnar framlengir við Lokeren

Rúnar virðist vera að gera góða hluti með Lokeren.
Rúnar virðist vera að gera góða hluti með Lokeren. vísir/getty
Rúnar Kristinsson er búinn að framlengja samningi sínum hjá belgíska félaginu Lokeren til ársins 2019 en þetta staðfesti félagið á Twitter-síðu sinni í gær.

Rúnar sem lék lengi vel með liði Lokeren við góðan orðstír tók við liðinu í haust eftir að Georges Leekens var rekinn frá félaginu en Rúnari var sagt upp störfum hjá norska félaginu Lilleström á síðasta ári.

Lokeren byrjaði af krafti undir stjórn Rúnars en liðið hefur misst flugið undanfarnar vikur og er aðeins með sex stig í síðustu átta leikjum en þrátt fyrir það virðast forráðamenn Lokeren vera ánægðir með störf Rúnars.

Er hann titlaður King Rúnar eða Konungurinn Rúnar í tilkynningunni í gær en lærisveinar hans taka á móti AS Eupen í kvöld í belgísku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×