Íslenski boltinn

Rúnar: Við hlökkum mikið til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan er í fínni stöðu eftir 2-2 jafnteflið í Skotlandi.
Stjarnan er í fínni stöðu eftir 2-2 jafnteflið í Skotlandi. Vísir/Valli
Stjarnan mætir skoska liðinu Motherwell í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsung-vellinum í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Stjörnumenn eru því í fínni stöðu fyrir leikinn í kvöld.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Garðbæinga, kveðst spenntur fyrir leiknum.

„Það er ótrúlega mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Það seldist upp á leikinn í gær og það verður væntanlega mikil stemmning í stúkunni í kvöld. Við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar sem segir þá staðreynd að Stjörnunni dugi 0-0 eða 1-1 jafntefli ekki breyta því hvernig hann nálgist leikinn.

„Við vitum að jafntefli dugir okkur, 0-0 og 1-1, og svo auðvitað sigur. En við förum í þennan leik eins og alla aðra leiki til að vinna.

„Við erum að mæta gríðarlega sterku liði. Við þurfum að vera vakandi frá fyrstu mínútu og loka á þeirra styrkleika sem eru fyrirgjafir og föst leikatriði,“ sagði þjálfarinn sem sagði að Veigar Páll Gunnarsson yrði að öllum líkindum með í kvöld en hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki undanfarnar vikur.


Tengdar fréttir

Fæ skyndilega skilaboð um að ég gæti rift samningnum

Jóhann Laxdal gekk til liðs við Stjörnuna á ný eftir að hafa fengið skilaboð í gegnum umboðsmann sinn frá forráðamönnum Ullensaker/Kisa þar sem hann var atvinnumaður að hann gæti rift samningnum.

Veigar Páll meiddur í baki

Óvíst er með þátttöku Veigars Páls Gunnarssonar í seinni leik Stjörnunnar og Motherwell á fimmtudaginn en hann sat hjá í leik liðsins gegn Fylki í kvöld vegna meiðsla.

Danskur framherji til Stjörnunnar

Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×