Rúmpöddur réđust á Irving

 
Körfubolti
15:00 23. FEBRÚAR 2016
Irving í leik međ Cleveland á dögunum.
Irving í leik međ Cleveland á dögunum. VÍSIR/GETTY

Kyrie Irving gat nánast ekkert leikið með Cleveland gegn Oklahoma og ástæðan var ekki sú sem maður heyrir oftast. Hann hafði nefnilega verið að slást við rúmpöddur kvöldið fyrir leikinn.

„Ég veit að liðið sagði að ég hefði verið veikur en ég var að slást við rúmpöddur á þessu helvítis Hilton-hóteli,“ sagði Irving pirraður eftir leik en hann var með bit á höfðinu meðal annars.

„Ég svaf aðeins í þrjá tíma og ég var alveg búinn á því er ég kom í leikinn. Mér var óglatt og í engu formi til þess að spila. Ég endaði með því að sofa í sófanum á herberginu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að vakna og sjá fimm stórar pöddur á koddanum ykkar. Þetta var viðbjóður.“

Hótelið sem hann talar um í Oklahoma er elsta hótelið í borginni. Það er þekkt fyrir sögur um draug á hótelinu sem heitir Effie. Margir trúa því að fyrrum húsvörður sé að gera fólki lífið leitt á hótelinu mörgum árum eftir að hann lést. Kannski kom hann með pöddurnar til Irving?

Hótelið hefur staðfest þessa sögu Irving. Búið er að loka hótelherberginu og verið að þrífa það vel og vandlega.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Rúmpöddur réđust á Irving
Fara efst