Innlent

Rúmlega tvö þúsund manns vilja skila norsku byssunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Þegar þetta er skrifað hafa rétt rúmlega 2.100 manns líkað við síðuna.
Þegar þetta er skrifað hafa rétt rúmlega 2.100 manns líkað við síðuna. Vísir/Skjáskot af Facebook/Getty
Stofnuð hefur verið síða á Facebook undir heitinu „Skilum byssunum,“ í kjölfar fregna þess efnis að íslenska lögreglan hafi fengið 150 hríðskotabyssur að gjöf frá Noregi.

Síðan hefur hlotið talsverðar undirtektir á þeim þremur klukkustundum sem hún hefur verið í loftinu. Þegar þetta er skrifað hafa rétt rúmlega 2.100 manns líkað við hana. Ekki náðist í stofnanda síðunnar við vinnslu þessarar fréttar en í lýsingu stendur að það hljóti að þurfa að ræða byssugjöfina betur áður en viðbúnaður lögreglu er aukinn á þennan hátt.

Á síðunni hefur einnig verið deilt hlekk á undirskriftasöfnun sem ber heitið „Þjóðaratkvæði vegna vopnavæðingar hinnar almennu lögreglu.“ Þar hafa, þegar þetta er skrifað, rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorun til stjórnvalda að efla til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort vélbyssuvæða eigi lögreglumenn.

„Jafnframt skorum við á stjórnvöld að leggja blátt bann við notkun hverskyns drápstóla af hálfu hins almenna lögregluþjóns þar til vilji þjóðarinnar liggur fyrir,“ stendur á undirskriftasíðunni.

Byssugjöfin hefur vakið mikið umtal frá því að greint var frá henni í DV í morgun og margir gagnrýnt innflutning vopnanna. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir hins vegar í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að það sé skýr stefna stjórnvalda að lögreglumenn verði ekki vopnaðir dagsdaglega.



Uppfært kl. 22.55: Ekkert lát er á vinsældum síðunnar „Skilum byssunum,“en nú hafa um þúsund manns til viðbótar líkað við síðuna frá því að þessi frétt var skrifuð.


Tengdar fréttir

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×