Sport

Rúmlega tíu þúsund manns skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið

Stefán Árni Pálsson skrifar
10.467 manns skráðir til leiks nú þegar.
10.467 manns skráðir til leiks nú þegar.
Nú þegar hafa 10.467 manns skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 sem fram fer laugardaginn 23.ágúst næstkomandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Þetta mun vera 8% aukning miðað við á sama tíma fyrir ári.

10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd eða 5.431.

Næst flestir hafa skráð sig í hálft maraþon, 2.246 hlauparar, og 1.064 hafa skráð sig í maraþon. Einnig er hægt að velja um að skrá sig í 3 km skemmtiskokk, Latabæjarhlaup og boðhlaup þar sem 2-4 skipta á milli sín maraþonvegalengdinni.

Allir aldurshópar og getustig ættu því að geta fundið vegalengd við þeirra hæfi í hlaupinu næsta laugardag.

Skráðir erlendir þátttakendur eru nú 2.0163 og af 60 mismunandi þjóðernum.

Flestir erlendu þátttakendanna koma frá Bandaríkjunum, 490 manns og næst flestir frá Bretlandi, 368. Þá eru skráðir Þjóðverjar 239 talsins, Kanadabúar 200 og Norðmenn 114.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×