Innlent

Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg

Bjarki Ármannsson skrifar
Á fundinum í dag munu þau KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja tónlist auk þess sem Arna Ösp Magnúsdóttir flytur ávarp.
Á fundinum í dag munu þau KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja tónlist auk þess sem Arna Ösp Magnúsdóttir flytur ávarp. Vísir/Stefán
Rúmlega 1200 manns hafa boðað komu sína á útifund á Lækjartorgi klukkan fimm í dag sem ber yfirskriftina Stöðvum blóðbaðið á Gaza. Félagið Ísland – Palestína stendur að fundinum ásamt öðrum félagasamtökum.

Ísraelsmenn hafa varpað sprengjum á norðurhluta Gaza-svæðisins undanfarna viku og hafa rúmlega 160 Palestínumenn fallið í sprengingunum. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna telja að um 77 prósent þeirra látnu séu almennir borgarar. Á Facebook-síðu útifundarins segir að þess verði krafist í dag að hernámi á Gaza-svæðinu ljúki og að Palestínumenn njóti verndar alþjóðasamfélagsins.

Á fundinum í dag munu þau KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja tónlist auk þess sem Arna Ösp Magnúsdóttir flytur ávarp. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. 


Tengdar fréttir

Öryggisráð SÞ kallað saman vegna átaka á Gaza

Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, fordæmir árásirnar og biður Ísraelsforseta að virða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd óbreyttra borgara en þau linnulausu átök sem geisa nú á Gazasvæðinu virðast ætla að stigmagnast frá degi til dags.

Tugir liggja í valnum eftir loftárásir

Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag.

Fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza.

Obama vill stilla til friðar

Rúmlega níutíu hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðustu daga. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×