Erlent

Rúmlega þrjátíu létust í sprengjuárás í Malí

atli ísleifsson skrifar
Rúmlega þrjátíu manns eru látnir eftir sprengjuárás fyrir utan herstöð í norðurhluta Malí í morgun.

Í frétt BBC segir að bíll fullur af sprengiefni hafi sprungið fyrir utan herstöð í bænum Gao.

Róstusamt hefur verið í norðurhluta Malí síðustu ár, allt frá því að herskáir íslamistar náðu þar yfirráðum síðla árs 2012.

Franski herinn hefur reynt að tryggja öryggi í landinu frá árinu 2013, en árásir og mannrán eru enn tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×