Viðskipti innlent

Rúmlega hundrað manns krefjast bóta frá Vodafone

Bjarki Ármannsson skrifar
Persónuupplýsingar margra notenda fyrirtækisins láku út í vetur.
Persónuupplýsingar margra notenda fyrirtækisins láku út í vetur. Vísir/Daníel
Rúmlega hundrað manns hafa skráð sig í hópmálssókn gegn símafyrirtækinu Vodafone, vegna meiriháttar upplýsingaleka frá fyrirtækinu í vetur. Skúli Sveinsson lögmaður er í forsvari fyrir hópinn og segir að farið verði fram á þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur að lágmarki.

RÚV greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir að Skúli vonist til þess að málshöfðunin fari af stað með haustmánuðunum. Undirbúningur málsóknarinnar hefur lengi staðið yfir og var í febrúar auglýst eftir viðskiptavinum fyrirtækisins sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna lekans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×