Erlent

Rúmlega fjörutíu ákærðir fyrir að hafa ætlað sér að drepa Erdogan

atli ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Réttarhöld hófust í morgun yfir fjörutíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa ætlað sér að myrða Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta síðasta sumar þegar vandaránstilraun fór út um þúfur.

Saksóknarar krefjast þess að fjöldi hinna ákærðu verði dæmdir í lífstíðarfangelsi.

Auk þeirra 44 sem þegar eru í haldi verður réttað fyrir þremur til viðbótar í fjarveru þeirra í dómshúsinu í borginni Mugla.

Erdogan var í fríi á lúxushóteli í Marmaris ásamt fjölskyldu sinni þegar upp komst um valdaránstilraunina. Segist hann hafa verið nærri dauða, en að trú hans hafi tryggt öryggi hans og fjölskyldunnar og að þeim hafi tekist að flýja.

Í hópi ákærðra eru 37 hermenn sem eiga að hafa stofnað sérstaka sveit sem ætlað var að myrða forsetann.

Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina, sem tyrknesk stjórnvöld saka klerkinn Fetullah Gülen um að hafa borið ábyrgð á. Gülen býr í útlegð í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Tyrkir kjósa um aukin völd forsetans

Efnt verður til þjóðar­atkvæðagreiðslu í Tyrklandi um aukin völd forsetans. Reiknað er með að hún verði haldin 16. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×