Erlent

Rúmlega fjögur þúsund berjast við skógarelda í Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Í og í kringum Carmel er að finna fjölda glæsihýsa sem mörg hver eru á meðal dýrustu fasteigna landsins.
Í og í kringum Carmel er að finna fjölda glæsihýsa sem mörg hver eru á meðal dýrustu fasteigna landsins. Vísir/AFP
Rúmlega 4.200 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í kringum Big Sur í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna.

Að innsta kosti tveir eru látnir, á fimmta tug heimila hafa eyðilagst og mörg hundruð manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Sobrane-eldurinn svokallaði braust út í síðstu viku í skógi suður af strandbænum Carmel by the Sea og hefur verulega breiðst úr honum síðustu daga. Miklir þurrkar hafa herjað á svæðinu og ná skógareldarnir nú yfir um 120 ferkílametra svæði.

Í frétt SVT segir að 4.245 slökkviliðsmenn taki þátt í slökkvistarfinu.

Í og í kringum Carmel er að finna fjölda glæsihýsa sem mörg hver eru á meðal dýrustu fasteigna landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×