Erlent

Rúmlega 70 létust í sprengingu í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld í Nígeríu segja að minnsta kosti 71 hafa látist og minnst 124 hafi særst í sprengju sem sprakk Abuja, höfuðborg landsins í morgun. Sprengjan sprakk á fjölmenni strætisvagnastöð, þegar fjöldi fólks var á leið í vinnu frá úthverfum borgarinnar til miðborgararinnar.

Vísbendingar benda til að þess aðeins hafi ein sprengja sprungið, en fjölmargar bifreiðar Frank Mba, talsmaður lögreglunnar, segir sprenginguna hafa eyðilagt 16 stórar rútur og 24 minni bifreiðar.

Talið er að samtökin Boko Haram hafi staðið á bakvið árásina, samkvæmt heimildum BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×