Erlent

Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump

Atli ísleifsson skrifar
Fylgi Trump hefur aldrei mælst meira í könnunum.
Fylgi Trump hefur aldrei mælst meira í könnunum. Vísir/EPA
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump og hefur fylgi hans aldrei mælst meira.

Þetta kemur fram í nýrri könnun CNN og ORC. Auk þess segjast tveir af hverjum þremur að Trump sé líklegastur til að fá atkvæði þeirra.

Í könnuninni mælist Trump með 41 prósent fylgi en Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas, með nítján prósent.

Marco Rubio mælist með átta prósent fylgi, Ben Carson með sex, Jeb Bush með fimm, Chris Christie með fjögur, en aðrir með þrjú prósent eða minna.

Trump mælist með mest fylgi bæði meðal karla og kvenna og eldri og yngri aldurshópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×