Erlent

Rúmlega 2.300 látnir af völdum hitabylgjunnar á Indlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurfræðingar reikna með að ástandið geti varað út júní en þá er von á árstíðabundnum hitabeltisrigningum í landinu.
Veðurfræðingar reikna með að ástandið geti varað út júní en þá er von á árstíðabundnum hitabeltisrigningum í landinu. Vísir/AFP
Talsmenn yfirvalda á Indlandi hafa staðfest að 2.338 manns hafi látist af völdum hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir landið síðustu daga.

Flestir hafa látist í Andhra Pradesh, Telangana og Odisha, í suðaustur- og austurhluta landsins og var tilkynnt um níutíu dauðsföll til viðbótar í dag.

Víða annars staðar dró fyrir sólu í dag og rigndi, þó að hitinn hafi enn mælst mikill. Þannig mældist hitinn rúmar 37 gráður í Delí, samanborið við 40,6 gráður í gær.

Hitabylgjan er sú mesta í landinu síðan mælingar hófust seint á nítjándu öld. Fleiri þúsundir landsmanna þjást af ýmsum fylgikvillum hitabylgjunnar.

Hitinn á norðurhluta Indlands hefur farið yfir fimmtíu gráður á mörgum stöðum síðustu daga.

Veðurfræðingar reikna með að ástandið geti varað út júní en þá er von á árstíðabundnum hitabeltisrigningum í landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×