FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ NÝJAST 06:00

Mörkin koma alls stađar ađ

SPORT

Rúmenskir dómarar í kvöld

 
Handbolti
16:00 19. JANÚAR 2016
Hér eru Stefan og Stark í eldlínunni.
Hér eru Stefan og Stark í eldlínunni.

Það verða reyndir dómarar frá Rúmeníu sem stýra umferðinni í stórleik Íslands og Króatíu á EM í kvöld.

Þeir heita Bogdan Nicolae Stark og Romeo Mihai Stefan. Stefan og Stark hafa verið lengi í eldlínunni.

Þeir dæmdu á síðasta EM og eru reglulegu dómarar á leikjum í Meistaradeild Evrópu. Fyrst dæmdu þeir saman í Evrópukeppni árið 2006 og hafa því verið lengi í eldlínunni.

Stefan og Stark dæma mikið og meðal annars eru þeir duglegir að dæma í strandhandbolta. Þeir hafa einu sinni dæmt hjá Íslandi á EM áður en það var í Danmörku fyrir tveim árum síðan. Þeir dæmdu þá leik Íslands og Austurríkis sem Ísland vann, 33-27.

Við skulum vona að þeir verði í sínu besta formi í kvöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Rúmenskir dómarar í kvöld
Fara efst