Erlent

Ruddust inn í þinghús Makedóníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Zoran Zaev, leiðtogi Sósíal-demókrata, á leið úr þinghúsinu með öðrum þingmönnum.
Zoran Zaev, leiðtogi Sósíal-demókrata, á leið úr þinghúsinu með öðrum þingmönnum. Vísir/AFP
Mótmælendur ruddu sér leið inn í þinghús Makedóníu í Skopje í kvöld. Til átaka kom á milli þingmanna og mótmælenda og hefur lögreglan beitt hvell-sprengjum. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn í landinu frá kosningum í desember. Mótmælendurnir eru andvígir því að Sósíal-demókratar myndi ríkisstjórn með flokkum Albana.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni brutust átökin út þegar flokkarnir voru að kjósa nýjan forseta þingsins, þrátt fyrir að núverandi forseti hefði slitið þingfundi.

Zoran Zaev, leiðtogi Sósíal-demókrata, sást með blóðugt andlit í þinghúsinu í kvöld. Hann hafði myndað stjórnarsáttmála með flokkum Albana, en forseti landsins hefur neitað að veita honum umboð til ríkisstjórnarmyndunar.

Flokkurinn VMRO-DPMNE hafði stjórnað Makedóníu í um áratug áður en kosningarnar fóru fram í desember. Sá flokkur fékk fleiri þingmenn en Sósíal-demókratar en tókst ekki að semja við Albani um stjórnarsamstarf.

Mótmælendurnir sem ruddust inn í þinghúsið virðast vera stuðningsmenn VMRO-DPMNE. Þeir hafa kallað eftir nýjum kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×