Sport

Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Caroline Wozniacki og Ronda Rousey.
Caroline Wozniacki og Ronda Rousey. myndir/si.com
Tennisdrottningin Caroline Wozniacki og bardagakappinn Ronda Rousey sitja fyrir í sundfatahefti Sports Illustrated fyrir árið 2015.

Þær eru einu íþróttamennirnir sem eru með í ár en þær stöllur eru gjörsamlega guðdómlegar eins og sjá má á myndum á vefsíðu tímaritsins. Myndir af Rondu má finna hér en myndir af Wozniacki hér.

„Ég frétti á fullkomnum tíma að ég fengi að vera með í sundfataheftinu. Ég var að æfa fyrir New York-maraþonið og að spila tennis þannig mér fannst líkaminn í frábæru standi,“ segir Wozniacki.

„Ég var rosalega spennt fyrir þessu. Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað að gera,“ bætir hún við.

Ronda Rousey, sem er orðin algjör ofurstjarna í Bandaríkjunum, er fyrsti bardagakappinn sem situr fyrir í sundfataheftinu víðfræga.

„Þegar ég fékk símtalið var ég bara: „Guð minn góður.“ Ég kom varla upp orði. Ég öskraði bara og hristist,“ segir hún.

Rousey er líklega sú fyrsta í sögu tímaritsins sem þyngir sig fyrir myndatöku í sundfataheftinu, en hún vildi sýna sinn rétta líkama. Rousey vildi ekki vera í sama standi og hún er rétt fyrir bardaga.

„Ég velktist ekki í vafa um hvort ég ætlaði að gera þetta ég var svo spennt. Það er líka mín trú að það sé ekki bara ein tegund af líkama sem allar konur eiga að líkja eftir,“ segir Ronda Rousey um myndatökuna.

Myndbönd frá tökum þeirra tveggja og viðtöl við þessar mögnuðu íþróttakonur má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×