Sport

Rousey: Ég horfði á WWE til að minnka stressið

Dagur Lárusson skrifar
Ronda Rousey.
Ronda Rousey. vísir/getty
Ronda Rousey segist vera hæstánægð með ákvörðun sína að skipta frá MMA yfir í leiklistarglímuna í WWE.

Ronda skrifaði undir samning hjá WWE fyrir stuttu og verður þar í fullu starfi næstu árin. Hún segist alltaf hafa fylgst með leiklistarglímunni.

„Ég var mikill aðdáandi leiklistarglímu þegar ég var yngri og ég man alltaf hvernig mér leið þegar ég horfði á þetta.“

„Ég var bara lítil saklaus stelpa sem þorði varla að tala en ég átti samt sem áður eftirlíkingardúkku af Hulk Hogan heima hjá mér sem ég barðist við öllum stundum.“

„Mig langaði til þess að verða stærsti og harðasti maðurinn í öllum heiminum og mig langaði til þess að verða alveg eins og Hulk Hogan.“

Ronda sagði að einnig þegar hún barðist í MMA og var á toppi feril síns þar, þá endaði hún yfirleitt alla daga á því að horfa á leiklistarglímuna.

„Við vorum á æfingum allan daginn í ræktinni og þegar við komum heim þá vildi ég bara ekki tala um æfingarnar eða neitt þannig, við vildum bara slökkva á hausnum og horfa á glímuna. Smátt og smátt varð leiklistarglíman eitthvað sem ég gat horft á til þess að minnka stressið.“


Tengdar fréttir

Fyrstu átökin hjá Rondu í WWE | Myndbönd

Ronda Rousey mætti á sína aðra uppákoma hjá WWE í nótt. Þar skellti hún framkvæmdastjóra WWE í gegnum borð og fékk kinnhest frá dóttur eiganda WWE, Vince McMahon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×