Erlent

Róstur í Ríó de Janeiro

Vísir/AFP

Til blóðugra uppþota kom á götum Rio de Janeiro í Brasilíu í nótt í kjölfar þess að lögreglan skaut ungan dansara til bana, sem hún taldi vera eiturlyfjasala.



Götum á hinu fræga ferðamannasvæði Copacabana var lokað og mótmælendur reistu götuvirki og kveiktu í bíldekkjum. Að sögn yfirvalda lést einn á átökunum sem brutust út og mun hann einnig hafa verið skotinn af lögreglusveitum.



Nú eru aðeins tveir mánuðir í að heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefjist í landinu en margir hafa lýst áhyggjum af öryggi gesta keppninnar þar sem uppþot sem þessi hafa verið nokkuð tíð undanfarið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×