Fótbolti

Rostov og Arsenal Tula skildu jöfn

Einar Sigurvinsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov
Sverrir Ingi í leik með Rostov Vísir/getty
Íslendingaliðið Rostov gerði 2-2 jafnefli við Arsenal Tula rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Allir þrír Íslendingarnir í Rostov byrjuðu leikinn. Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson í vörninni og Björn Bergmann Sigurðarson uppi á topp.

Rostov komst yfir snemma í leiknum þegar Aleksey Ionov skoraði eftir sendingu frá Birni Bergmann.

Artem Dzyuba jafnaði fljótt metin fyrir heimamenn en Aleksey Ionov var aftur á ferðini fyrir lok hálfleiksins og kom Rostov aftur yfir.

Artem Dzyuba var ekki hættur og jafnaði leikinn í 2-2 á 59. mínútu fyrir Arsenal Tula. Fleiri urðu mörkin ekki og skildu liðin því jöfn.

FC Rostov siglir lygnan sjó um miðja deild rússnesku úrvalsdeildarinnar og situr í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×