Fótbolti

Rosengård tapaði sínum fyrstu stigum | Gunnhildur á toppinn í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnhildur á landsliðsæfingu.
Gunnhildur á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm
Rosengård tapaði sínum fyrstu stigum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Linköping í toppslag.

Marta kom Rosengård yfir af vítapunktinum á fjórtándu mínútu, en Pernille Mosegaard-Harder jafnaði metin á 64. mínútu og lokatölur 1-1.

Bæði Rosengård og Linköping eru með nítján stig eftir leikina sjö, sex sigrar og eitt jafntefli. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir meistarana.

Kristanstad gengur illa að vinna leiki í sömu deild, en Íslendingaliðið tapaði sínum fyrsta leik af sjö í dag þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Piteå.

Felicia Karlsson skoraði eina mark leiksins, en það gerði hún fyrir Piteå á 28. mínútu leiksins. Lokatölur 1-0 sigur gestanna.

Kristanstad er með tvö stig eftir fyrstu sjö leikina, en þær hafa tapað fimm leikjum og gert tvö jafntefli. Piteå er í fimmta sætinu.

Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad, en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Stabæk sem er jafnt Avaldsnes á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Stabæk vann 2-1 sigur á Medkila í dag, en þær eru nú með 22 stig - jafn mörg stig og Avaldsnes á toppi deildarinnar, en Lilleström er með 20 stig. Þær eiga þó leik til góða.

Klepp, lið Jón Páls Pálmasonar, er í sjöunda sætinu eftir 1-0 tap gegn Trondheims-Ørn á útivelli í dag.

Klepp er í sjöunda sætinu, með jafn mörg stig og Trondheims sem er í sætinu fyrir ofan með betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×