Fótbolti

Rosenborg með níu stiga forskot eftir sigur í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn í leik með Rosenborg á KR-velli.
Hólmar Örn í leik með Rosenborg á KR-velli. vísir/valli
Rosenborg vann 2-0 sigur á Viking í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og Esbjerg er komið áfram í danska bikarnum.

Það var markalaust í Stavangri í hálfleik, en Christian Gytkjær skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og gerði út um leikinn.

Rosenborg er á toppi deildarinnar með 46 stig, en Odds Ballklubb er í öðru sætinu með 37 stig. Viking er í sjöunda sætinu með 30 stig.

Björn Daníel Sverrisson spilaði allan leikinn fyrir Viking og sömu sögu má segja af Hólmari Erni Eyjólfssyni hjá Rosenborg. Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður á 80. mínútu og Guðmundur Þórarinsson á 82. mínútu.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Esbjerg sem er komið áfram eftir 1-0 sigur á Middelfart G og BK. Marco Lund skoraði markið á 4. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×