Fótbolti

Rosenborg fimm stigum frá titlinum eftir öruggan sigur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmar Örn í leik á KR-vellinum í sumar.
Hólmar Örn í leik á KR-vellinum í sumar. Vísir/Vilhelm
Matthías Vilhjálmsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar eru aðeins fimm stigum frá titlinum þegar fjórar umferðir eru eftir af norsku deildinni eftir 4-0 sigur á Start á útivelli í dag.

Matthías fékk tækifærið í byrjunarliði Start í dag og lagði upp fyrsta mark Rosenborg á 6. mínútu en Hólmar Örn sem byrjaði á bekknum kom inná á 33. mínútu leiksins.

Guðmundur Kristjánsson lék allar 90. mínútur leiksins í hægri bakvarðastöðunni hjá Start.

Rosenborg bætti við þremur mörkum áður en flautað var af en leiknum lauk með 4-0  sigri Rosenborg sem er nú aðeins fimm stigum frá norska titlinum en Rosenborg varð síðast meistari árið 2010.

Geta Matthías, Hólmar og félagar tryggt sér titilinn á heimavelli í næstu umferð gegn Bodo/Glimt ef Stabæk tekst ekki að ná í þrjú stig gegn Álasund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×