Körfubolti

Rose í æfingarhóp Bandaríkjanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rose hefur eytt miklum tíma á hliðarlínunni undanfarna mánuði.
Rose hefur eytt miklum tíma á hliðarlínunni undanfarna mánuði. Vísir/Getty
Derrick Rose var óvænt valinn í æfingarhóp bandaríska landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta sem fer fram á Spáni í haust þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 49 leiki á síðustu þremur tímabilum.

Allt frá því þegar Rose var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar hefur hann glímt við meiðsli. Hefur hann meiðst illa á báðum hnjám og er óvíst hvort hann verði einhvertímann sami leikmaður á ný.

Kevin Durant, Kevin Love, James Harden og Anthony Davis halda sæti sínu í hópnum frá Ólympíuleikunum árið 2012 en LeBron James, Carmelo Anthony, Chris Paul og Russell Westbrook sitja hjá í þetta skiptið.

Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta, valdi þessa nítján leikmenn í æfingarhóp sinn en hann tekur aðeins tólf leikmenn með sér á mótið.

Hópurinn er eftirfarandi:

Derrick Rose(Chicago Bulls), Kevin Durant(Oklahoma City Thunder), Kevin Love(Minnesota Timberwolves), James Harden(Houston Rockets), Anthony Davis(New Orleans Pelicans), DeMar DeRozan(Toronto Raptors), Chandler Parsons(Dallas Mavericks), Stephen Curry(Golden State Warriors), Klay Thompson(Golden State Warriors), Kyrie Irving(Cleveland Cavaliers), Blake Griffin(Los Angeles Clippers), Paul George(Indiana Pacers), Damian Lillard(Portland Trailblazers), Gordon Hayward(Utah Jazz), DeMarcus Cousins(Sacramento Kings), Bradley Beal(Washington Wizards), Andre Drummond(Detroit Pistons), Kenneth Faried(Denver Nuggets) og Kyle Korver(Atlanta Hawks).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×