Fótbolti

Rosaleg bylta hjá Lavezzi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Argentínu og Bandaríkjanna í undanúrslitum Copa America í gær.

Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi fékk þá mjög slæma byltu og varð að fara meiddur af velli.

Hann var þá að elta sendingu sem fór út af vellinum. Lavezzi gætti ekki að sér og er hann hoppaði upp í boltann var hann kominn að auglýsingaskiltunum.

Sjá einnig: Sögulegt draumamark hjá Messi

Skiltið hjálpaði honum síðan að fara í heljarstökk og Lavezzi endaði á hausnum öfugu megin við skiltið.

Þar lá hann lengi og skildi engan undra. Hann úlnliðsbrotnaði nefnilega við fallið.

Hann verður því ekki með í úrslitaleiknum á sunnudag er Argentína spilar við Kólumbíu eða Síle.

Myndband af þessu á sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×