Golf

Rory setti vallarmet í Skotlandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rory McIlroy er sjóðheitur í Aberdeen.
Rory McIlroy er sjóðheitur í Aberdeen. vísir/getty
Rory McIlroy var í miklu stuði á fyrsta hring á opna skoska mótinu í golfi sem fram fer þessa helgina, en það er undanfari opna breska meistaramótsins sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku.

Rory sallaði niður átta fuglum en fékk einn skolla og lauk leik á 64 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet á Royal Aberdeen-vellinum þar sem mótið fer fram.

Hann er einu höggi á undan Svíanum KristofferBroberg og Argentínumanninum RicardoGonzalez og tveimur höggum á undan samlanda sínum MichaelHoey sem fór hringinn á 66 höggum.

Phil Mickelson er á meðal keppenda á mótinu en hann er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta hring og þar á eftir koma menn á borð við DarrenClarke og JustinRose á tveimur höggum undir pari.

Opna breska meistaramótið fer fram á Royal Liverpool-vellinum og hefst á fimmtudaginn. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×