Golf

Rory: Jordan á skilið að vera númer eitt

Það fór vel á með Jordan og Rory er þeir léku saman á PGA-meistaramótinu.
Það fór vel á með Jordan og Rory er þeir léku saman á PGA-meistaramótinu. vísir/getty
Rory McIlroy var auðmjúkur eftir PGA-meistaramótið þar sem hann missti titil og toppsætið á heimslistanum.

Jason Day vann mótið og annað sætið hjá Jordan Spieth sá til þess að hann hrifsaði toppsæti heimslistans af McIlroy en þar hafði hann setið í rúmt ár.

„Jordan á þetta fyllilega skilið. Ég hef lítið spilað í ár og hann hefur verið frábær," sagði McIlroy.

„Hann er búinn að vinna tvö risamót á árinu og var nálægt því að vinna hin tvö. Ég er fyrsti maðurinn til þess að hrósa honum því ég veit hvað maður þarf að spila vel til þess að ná toppsætinu."

Spieth er 22 ára gamall og verður næstyngsti kylfingurinn í sögunni til þess að komast í toppsætið. Tiger Woods var yngri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×