Erlent

Ropandi beljur auka gróðurhúsaáhrif

Vísindamenn í Bretlandi vinna nú að rannsóknum á áhrifum metangass sem kýrnar hleypa út í andrúsloftið þegar þær ropa, á hlýnandi loftslagi.

Þar í landi reiknast vísindamönnununum til að í breskar kýr framleiði 3% af gróðurhúsaáhrifum í Bretlandi.

Kýr auki þess vegna á hlýnun loftslags.

Nú er unnið að því að finna leiðir til að minnka losun metangass frá kúm í landinu, en þær telja yfir tvær milljónir og framleiða 500 lítra af metangasi á dag.

Ein af hugmyndunum er að breyta fæði kúa, gera það auðmeltanlegra og minnka þannig gasmyndun.

Bólusetning, örverur og hvítlauksþykkni eru önnur úrræði sem vísindamennirnir eru að skoða.

Prófessor David Beever sem er næringafræðingur sagði breska ríkisútvarpinu “þetta er eins og að stilla blöndunginn.”

Metangas hefur 23 sinnum meiri áhrif á hlýnun loftslags en koltvísýringur.

Þetta kom fram á fréttavef Sky.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×