Fótbolti

Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið.

England hefur aðeins haft tvo erlenda landsliðsþjálfara, Svíann Sven-Göran Eriksson og Ítalann Fabio Capello, en Rooney spilaði undir stjórn þeirra beggja.

„Auðvitað væri betra ef hann væri Englendingur en mestu máli skiptir að hann sé rétti maðurinn í starfið. Sá sem tekur við verður að setja mark sitt á liðið,“ sagði Rooney sem kom Englandi yfir gegn Íslandi með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu.

Sjá einnig: Eiginkona Rooney brjáluð út í The Sun

Þrátt fyrir hrakfarirnar á EM í Frakklandi, þar sem England vann aðeins einn leik af fjórum, segir Rooney framtíðina bjarta hjá enska landsliðinu.

„Eina sem ég veit er að ef ég væri að taka við liðinu væri ég mjög spenntur. Á þessari stundu er kannski erfitt að sjá af hverju en við erum með góðan og spennandi leikmannahóp,“ sagði Rooney sem er orðinn leikjahæsti útispilari í sögu enska landsliðsins ásamt David Beckham en þeir hafa báðir leikið 115 landsleiki.

„Þess sem tekur við bíður erfitt verkefni en leikmennirnir eru til staðar til að halda áfram og taka næsta skref.“

Enska knattspyrnusambandið er nú í þjálfaraleit en meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið eru Gareth Southgate og Glenn Hoddle.


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Heimir: Við viljum enda eins og Leicester

Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM

Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×