Enski boltinn

Rooney spilaði fyrir Everton í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney og Ferguson léku saman hjá Everton á sínum tíma.
Rooney og Ferguson léku saman hjá Everton á sínum tíma. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, klæddist búningi Everton í gær, í fyrsta sinn síðan hann fór frá félaginu árið 2004.

Rooney spilaði síðustu 15 mínúturnar þegar Everton mætti Villarreal í ágóðaleik fyrir Duncan Ferguson, fyrrverandi leikmann og núverandi þjálfara hjá Everton.

Rooney var þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann fékk á Goodison Park í gær.

"Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en stuðningsmennirnir voru frábærir," sagði Rooney eftir leikinn.

"Ég er þakklátur fyrir móttökurnar. En þetta var fyrst og síðast stór dagur fyrir Duncan. Fyrir leikinn sagði ég að ég hefði aldrei hann svona taugaóstyrkan," bætti Rooney við en hann skoraði 17 mörk í 77 leikjum fyrir Everton á sínum tíma áður en United keypti hann á 25 milljónir punda fyrir 11 árum.

Villarreal vann leikinn 2-1 en Ferguson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda á Goodison Park en Skotinn skapbráði er í miklum metum hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×