Enski boltinn

Rooney óhlýðnaðist Southgate og gæti misst fyrirliðabandið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southgate gæti tekið fyrirliðabandið af Rooney.
Southgate gæti tekið fyrirliðabandið af Rooney. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, gæti misst fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu.

Rooney hefur verið mikið í fréttunum í þessari viku eftir að The Sun birti myndir af honum undir áhrifum áfengis.

Myndirnar voru teknar á laugardagskvöldið á hóteli enska landsliðsins en daginn áður lék England við Skotland í undankeppni HM 2018.

Daily Mail greinir frá því í dag að Rooney hafi óhlýðnast Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, sem bað fyrirliðann um að slaka á í drykkjunni og fara í háttinn á laugardagskvöldið.

Rooney lét orð landsliðsþjálfarans sem vind um eyru þjóta og hélt áfram að drekka til fimm um morguninn. Enska knattspyrnusambandið er nú með málið til rannsóknar.

Rooney hefur beðist afsökunar á uppákomunni en svo gæti farið að hann missi fyrirliðabandið ef Southgate verður ráðinn landsliðsþjálfari til frambúðar.

Rooney dró sig út úr enska landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Spáni á þriðjudaginn. Jordan Henderson bar fyrirliðabandið hjá enska liðinu í þeim leik.


Tengdar fréttir

Rooney segir sorrí

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, hefur beðist afsökunar á myndinni sem birtist af honum á forsíðu The Sun í dag.

Staða Southgates orðin sterkari

Flest bendir til þess að Gareth Southgate verði ráðinn til frambúðar sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×