Rooney og Martial ekki međ á fimmtudag

 
Fótbolti
12:06 15. MARS 2017
Wayne Rooney í leik međ United.
Wayne Rooney í leik međ United. VÍSIR/GETTY

Hvorki Wayne Rooney né Anthony Martial verða með Manchester United þegar liðið tekur á móti Rostov frá Rússlandi í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á fimmtudag.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Rússlandi í síðustu viku en í millitíðinni tapaði United fyrir Chelsea í ensku bikarkeppninni, 1-0, á mánudagskvöld.

Jose Mouriho, stjóri United, staðfesti að Rooney hafi fengið högg á hnéð og verði því meðhöndlun næstu dagana. Martial meiddist fyrir leikinn gegn Chelsea og hefur ekki náð sér.

Zlatan Ibrahimovic verður þó á sínum stað í leikmannahópi United en hann er að taka út þriggja leikja bann í keppnunum heima fyrir.

Mourinho sagði að leikmenn hefðu hagað sér fagmannlega eftir tapið gegn Chelsea á mánudag, þrátt fyrir ferðalög síðustu daga og vikna.

„Þeir voru allir mættir á æfingu klukkan 12.30 í gær [þriðjudag]. Þeir eru miklir og góðir atvinnumenn og það er það eina sem ég get sagt,“ sagði Mourinho.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Rooney og Martial ekki međ á fimmtudag
Fara efst