Fótbolti

Rooney með tvö í sigri á Skotum - Írar burstuðu Bandaríkjamenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney fagnar marki í kvöld.
Wayne Rooney fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty
Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið í 3-1 sigri á nágrönnum sínum í Skotlandi í vináttulandsleik á Celtic Park í Glasgow í kvöld. Írar unnu á sama tíma 4-1 stórsigur á Bandaríkjunum.

Wayne Rooney skoraði sitt 45. og 46. mark fyrir enska landsliðið í kvöld og fór þar með upp fyrir Jimmy Greaves. Rooney vantar tvö mörk til að jafna Gary Lineker í öðru sætinu og þrjú mörk til jafna markamet Sir Bobby Charlton.

Alex Oxlade-Chamberlain kom enska liðinu í 1-0 á 32. mínútu eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sína hjá Arsenal, Jack Wilshere. Oxlade-Chamberlain skoraði marki með skalla.

Wayne Rooney kom Englandi í 2-0 á annarri mínútu seinni hálfleiks þegar skallaði boltann inn eftir að Skotum tókst ekki að hreinsa frá aukaspyrnu.

Andrew Robertson minnkaði muninn fyrir Skota á 83. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar mætti Wayne Rooney við sínu öðru marki eftir sendingu frá Adam Lallana.

Englendingar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppni EM til þessa og fylgdu því eftir með flottum sigri á Skotum sem hafa einnig verið að standa sig vel í undankeppninni.

Aron Jóhannsson var ekki með bandaríska landsliðinu sem tapaði 4-1 á móti Írum í vináttulandsleik í Dublin.

Anthony Pilkington, leikamaður Cardiff City, kom Írum í 1-0 eftir níu mínútur en Max Diskerud jafnaði á 39. mínútu eftir undirbúning Chris Wondolowski.

Robbie Brady leikmaður Hull City (tvö mörk) og James McClean, leikmaður Wigan tryggðu Írum síðan sigurinn með þremur mörkum í seinni hálfleiknum.


Tengdar fréttir

Danir töpuðu í Rúmeníu

Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld.

Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán

Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×